Alþjóðlegar vinnustofur

Norrænir Sviðslistadagar - Alþjóðlegar vinnustofur

Yfir 50 íslenskir og norrænir sviðslistamenn sóttu alþjóðlegar vinnustofur á Norrænu sviðlistadögunum. Vinnustofurnar stóðu yfir í 2 daga og voru ætlaðar sviðslistafólk úr öllum áttum, hvort sem um ræðir dansara, danshöfunda, leikara, leikkonur, leikstjóra, leikskáld eða aðra.

Leiklistasambandið og Norrænir samstarfsaðilar þess sáu um að velja þátttakendur fyrir vinnustofurnar

Samstarfsaðilar okkar eru: Danmörk, DANSK ITI og Teaterskolens efteruddannelse, Finland: TINFO — Theatre Info Finland, Noregur: Teater og Danscentrum, Svíþjóð: Teaterunionen.

Vinnustofur og leiðtogar þeirra:

Vinnustofa 1

KaiJohnsen Kai Johnsen (Noregi) er menntaður sem leikstjóri og hefur sett upp yfir 50 verk í leiðandi norskum og alþjóðlegum leikhúsum, þar á meðal tíu heimsfrumsýningar á verkum Jon Fosse. Kai er yfirmaður þróunardeildar Dramatikkens hus í Óslo en húsið hefur verið frumkvöðull að kynna nýjar aðferðir í leikritasmíð fyrir listamönnum. Vinnustofa Kai fjallaði um þróun og aðferðir í skrifum fyrir leiksvið. Frekari upplýsingar: dramatikkenshus.no

Vinnustofa 2

Sheshepop She She Pop (Þýskalandi) sviðslistahópurinn er frá Berlín. Hann var stofnaður 1998 af samnemendum frá Giessen leiklistarskólanum sem hafa starfað saman síðan. Tveir meðlimir hópsins Sebastian Bark og Lisa Lucassen, stýra vinnustofunni þar sem þátttakendur fá innsýn inni í aðferðir og list She She Pop sem í öllum tilfellum byggir á ábyrgð og áhættu. Frekari upplýsingar: http://www.sheshepop.de/english/about-us

Vinnustofa 3

MartenSpangberg Mårten Spångberg (Svíþjóð) er sviðslistamaður og fræðimaður og hefur starfað sem slíkur frá 1994. Hann hefur mikla reynslu af kennslu, jafnt fræði sem framkvæmd. Hann var stjórnandi meistaranáms í danssmíð við dansháskólann í Stokkhólmi 2008 -2012 og gaf út sína fyrstu bók "Spangbergianism" árið 2011. Vinnustofa hans mun fjalla um hvernig hægt er útvíkka fyrirbærið og hugtakið danssmíð (kóreografía).
Further information: http://martenspangberg.org

Vinnustofa 4

JonAtli&JonPall Jón Atli Jónasson and Jón Páll Eyjólfsson (Ísland) eru meðlimir Mindgroup, sem er hópur evrópskra sviðslistamanna sem starfa að tilraunaleikhúsi. Mindgroup er regnhlíf listamanna sem afneitar hefðbundinni verkaskiptingu í leikhúsi, allir sem vinna að sýningum Mindgroup starfa saman að sköpun verksins.
Frekari upplýsingar: http://www.mindgroup.me

Vinnustofa 5

EllenLauren Ellen Lauren (Bandaríkin) er einn helsti kennari Norður Ameríku í Suzuki og Viewpoint tækni. Suzuki snýr að því að endurheimta heild líkamans og finna tjáningarhæfni listamannsins. Viewpoints er tækni í spunaformi . Ellen Lauren is meðstjórnandi SITI leikhópsins í New York. Hún hefur kennt og komið fram sem listamaður um allan heim. Frekari upplýsingar:http://www.siti.org/whoweare.htm#lauren