Norrænir Sviðslistadagar

Norrænir sviðslistadagar eru haldnir á tveggja ára fresti og árið 2012 kom það í hlut Íslendinga. Það er Leiklistarsamband Íslands sem stóð að dögunum, sem eru regnhlífarsamtök alls sviðslistafólks í landinu.

Um hundrað norrænir, evrópskir og norður amerískir listamenn og liststjórnendur komu til landsins til að taka þátt í alþjóðlegum vinnustofum, leiklestrum, málþingum og öðrum viðburðum í tilefni dagana og hátíðanna tveggja, LÓKAL og Reykjavik Dance Festival. Auk þeirra komu á annan tug alþjóðlegra kaupenda sviðslistasýninga frá þremur heimsálfum.

Yfirskrift dagana var Höfundurinn í sviðslistum þar sem kastljósi var beint að höfundaverkum sviðsfólks í öllum sínum fjölbreytileika.

Norræna Leikskáldalestin var ræst í á Norrænum Sviðslistadögunum en þar voru 5 leikverk 5 norrænna leiksskálda lesin.