Hátíðir

Act Alone - er leikhúshátíð helguð einleiknum. Hátíðin er haldin á Ísafirði að sumri til, ár hvert af Kómedíuleikhúsinu, í samstarfi við Fisherman og fleiri stuðningsaðila. Stjórnandi Kómedíuleihússins og Act Alone er einleikarinn Elfar Logi Hannesson.
Tengiliðir:
Netfang: komedia@komedia.is
Vefsíða: http://www.actalone.net

LÓKAL - Alþjóðleg sviðslistahátíð í Reykjavík einblínir á framsækin verk í leikhúsi. Hátíðin hefur einnig að markmiði að tengja íslenska listamenn við erlendan leikhúsheim. Stjórnendur LÓKAL eru Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson og Guðrún J. Guðmundsdóttir. Tengiliðir:
Netfang: lokal@lokal.is
Vefsíða: http://www.lokal.is

Listahátíð í Reykjavík er haldin á hverju ári í maí. Upphaflega var hún haldin annað hvert ár eða frá 1970 til ársins 2004. Hátíðin er ein af elstu listahátíðum norður Evrópu. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og samanstendur af tónleikum, leik- og danssýningum, myndlistarsýningum og óperum. Ásamt því að veita íslenskri menningu í fortíð og nútíð ásýnd þá hefur Listahátíð tekið á móti mörgum framúrskarandi alþjóðlegum listamönnum.
Tengiliðir:
Netfang: artfest@artfest.is
Vefsíða: http://www.listahatid.is

Reykavík Dance Festival - Danshátíð sem hóf göngu sína árið 2002. Hátíðin er sú eina á Íslandi sem býður einungis upp á dans. Hátíðin er haldin í september ár hvert. Nýr listrænn stjórnandi er valdin ár hvert.
Tengiliðir:
Netfang: info@reykjavikdancefestival.is
Vefsíða: http://www.reykjavikdancefestival.is

Sequences - myndlistarhátíð sem haldin var í fyrsta skipti árið 2006. Áherslur hátíðarinnar breytist frá ári til árs en inniheldur alltaf gjörningalist sem blandar saman ólíkum listgreinum. Listrænn stjórnandi Sequence VI er Markús Þór Andrésson. Tengiliðir:
Netfang: sequences@sequences.is
Vefsíða: http://www.sequences.is