Gríman

Gríman

Gríman, Íslensku sviðslistaverðlaunin eru veitt við hátíðlega athöfn í júní ár hvert. Sviðslistasamband Íslands stendur fyrir hátíðinni í samstarfi við félaga, samtök og stofnanir sem starfa innan vébanda sambandsins.

Allir þeir sem vilja að verk þeirra komi til greina til tilnefningar til Grímunnar , Íslensku sviðslistaverðlaunanna verða að fylla út þar til gert eyðublað. Þá er átt við öll sviðslistaform, dansverk, útvarpsverk, barnaleikhúsverk og sviðsverk. Varðandi leikrit ársins (nýtt leikverk) þá skal senda endanlegt handrit til stage@stage.is að lokinni frumsýningu verksins.

Eyðublaði með upplýsingum um viðkomandi sviðsverk ásamt ljósmynd skal skila í gegnum vefinn hér.